Heimagata 28, tveggja íbúða húsIbúðarhús á þremur hæðum sem er skv. fasteignaskrá tvær íbúðir/tvö fastanúmer en var upphaflega byggt sem einbýlishús.
Íbúð á jarðhæð, 218-3836, er skráð 62,3 fm og
hæð og ris, 218-3837, er skráð 116,1 fm en gólfflötur er meiri í risi sem er ekki skráður, samtals um 180 fm skráðir en um 200 fm gólfflötur. Húsið er upphaflega byggt árið 1925 og stækkað árið 1955. Húsið er steypt. Eignin skiptist svo:
Jarðhæð (íbúð skv. fasteignaskrá 62,3 fm):Inngangur að austanverðu, anddyri með flísum á gólfi
Baðherbergi í endurnýjun, tilbúið undir tréverk, búið að endurnýja lagnir
Herbergi (1) með dúk á gólfi, búið að stúka af lagnarými við herbergið, þar eru tveir hitakútar en heitt vatn er aðskilið milli hæða, rafmagn einnig aðskilið.
Herbergi (2) með parketi á gólfi
Stofa með parketi, nýtt plastparket fylgir
Eldhús með parketi og eldri innréttingu og tækjum
Hæð (skv. fasteignaskrá 70,2 fm)Sér inngangur að vestanverðu, timburpallur
Anddyri án gólfefna
Hol með parketi, uppgangur í risið
Stofa/borðstofa með upprunalegum timburfjölum á gólfi, búið að pússa fjalir upp
Eldhús með eldri innréttingu og borðstofuskáp, búið að pússa fjalir upp.
Ris (skv. fasteignaskrá 45,9 fm en gólfflötur er meiri c.a. 60 fm)Pallur með parketi við hann er geymsla og tengi fyrir þvottavél
Baðherbergi með sturtu, vaski og lítilli innréttingu, mögulegt að stækka/opna inní þvottarými
Herbergi (1/3) með parketi
Herbergi (2/4) með parketi, nýlega einangrað og klætt en ómálað
Herbergi (3/5) með parketi, geymsla inn af þessu herbergi
Eignin er í ágætu ástandi að utan, alocink á þaki/kvistum endurnýjað c.a. árið 2020, gluggar að sjá ágætir en gler þarfnast sum skoðunar en kominn tími á að mála eignina að utan.
Eignin stendur skammt frá miðbæ Vestmannaeyja og góð skjólsæl/björt baklóð fylgir eigninni og er lóðarstærð 287,5 fm. Ljósleiðari er kominn í húsið.
Eignin er skráð sem ein eign en er tvö fastanúmer og mögulegt að kaupa í tvennu lagi.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Bragason, lögmaður og lgf,
[email protected] og gsm 8931068.