Flatir 7, geymsluhúsnæði/vesturhlutiTil sölu er 1/4 hluti í geymsluhúsnæði á jarðhæð í vesturhluta hússins sem er nokkurra eininga hús. Húsið er steypt og klætt með álklæðningu. Hið selda bil er eins og áður segir 1/4 hluti þessa bils sem er með aðkomu frá Flötum vestan megin í húsinu. Heildarstærð hins selda er 221,2 og er seldur 1/4 hluti c.a. 55,3 fm.
Húsið skiptist í stórt c.a. 200 fm geymslurými sem er í dag í óskiptri sameign fjögurra aðila sem nýta hver um sig sinn eignarhluta undir geymslu húsbíla eða sambærileg not. Þá er í hinu selda kaffistofa, salerni og geymslurými. Rýmið er snyrtilegt og þar er hitaveita og hitablásarar og góð lýsing.
Nánari upplýsingar veitir Helgi Bragason, lögmaður og lögg. fasteignasali,
[email protected] - gsm 8931068