Brimhólabraut 31, 3ja hæð og ris, Vestmannaeyjumþriggja herbergja íbúð á þriðju hæð á þríbýlishúsi auk bílskúrs. Inngangur inní stigahús að norðanverðu. Íbúðin er 67 fm auk geymsla í sameign og bílskúrs 19,8 fm en fermetrafjöldi í risi er ekki inní fermetrum eignar og ekki allir íbúðarfermetrar, heildaríbúðarfermetrar eru um 75-80 fm, eignin skiptist svo:
Inngangur inní stigahús á annarri hæð að norðanverðu, gengið upp steyptan siga uppí íbúðina og niður í sameignarrými/þvottarhús.
Anddyri/stigapallur á 3ju hæð, inngangur inní íbúðina og stigi uppí risið
3ja hæðin skiptist svo:Hol með nýju parketi
Baðherbergi með flísum í hólf og gólf, sturta, upphengt wc, tengi fyrir þvottavél, allt endurnýjað árið 2024 m.a. lagnir og rafmagn.
Stofa með nýju parketi á gólfum, útgangur út á svalur í vestur
Eldhús allt endurnýjað árið 2024, ný innrétting og tæki, nýtt parket á gólfum
Herbergi (1) með parketi, fataskápur
Herbergi (2) með nýlegu parketi
RisiðÞar er talsvert rými undir súð og mögulegt að gera rými/herbergi sem eru ekki í uppgefnum fermetrum.
JarðhæðÞar er þvottarhús og gangur í sameign. Í þvottarhúsi er hitagrind sameiginleg með íbúð á annarri hæð og rafmagnstafla (aðskilið rafmagn).
Þörf er á að yfirfara steyptar rennur og kassa og mála eignina að utan.
Stór lóð í sameign
Bílskúr er skráður 19,8 fm en tveir bílskúrar tilheyra húsinu (norðurskúrinn tilheyrir þessari íbúð). Rafmagn er í bílskúr og búið setja einn ofn sem tengdur er hitaveitu og leggja rör fyrir heitt og kalt vatn (á eftir að tengja).