Vestmannabraut 60, íbúð á jarðhæð/kjallara Íbúð á neðri hæð/kjallari (skv. nýrri eignaskiptayfirlýsingu 89,7 fm) Um er að ræða tveggja íbúða hús. Samkvæmt nýrri eignaskiptayfirlýsingu er neðri hæð skráð 89,7 fm. Kjallari, jarðhæð og norðurhluti efri hæðar er steyptur og suðurhluti efri hæðar er af timbri klæddur litaðri aluzink bárujárnsklæðningu, byggingarár er 2015. Íbúð á neðri hæð skiptist svo:
Inngangur að norðaustanverður,
Anddyri með flísum, skápur, hiti í gólfum
Baðherbergi flísar á gólfi og hluta veggja, “walk in” sturta, innréttingar, upphengt wc, hiti í gólfi, handklæðaofn.
Geymsla/þvottarhús með flísum á gólfi þar er rafmagnstafla og hitagrind/varmaskiptir, tengi fyrir þvottavél/þurrkara. Varmaskiptir sameiginlegur með efri og neðri hæð en rafmagn er aðskilið.
Eldhús með parketi á gólfi, góð innrétting, opið inní stofu/borðstofu
Stofa/borðstofa/sjónvarpshol með parketi á gólfi,
Herbergi (1), parket á gólfi, skápar
Herbergi (2) parket á gólfi, laus skápur
Um er að ræða nýbyggingu en skráð byggingarár er 2015 og er vandað til allra verka og innréttingar sérsmíðaðar.
Góð frágengin lóð, lerki-viður á handriðum og dekki við húsið og því viðhaldslaust. Steypt bílastæði að austanverðu tilheyrir íbúð á efri hæð.