Strandvegur 74, íbúð á fyrstu hæðUm er að ræða þriggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjöleignarhúsi. Íbúðin er skv. fasteignaskrá 74,8 fm auk 4,2 fm svala. Húsið er byggt árið 2012. Eignin skiptist svo:
Anddyri/hol með parketi, skápur.
Baðherbergi með flísum í hólf og gólf, innrétting, upphengt WC, góð sturta, innfelld tæki, tengi fyrir þvottavél.
Herbergi (1) með parketi á gólfi og skáp
Herbergi (2) með parketi á gólfi
Stofa/borðstofa með parketi á gólfi, hurð út á svalir í austur.
Eldhús með parketi á gólfi, viðarinnrétting
Geymsla á sameign.
Sérmerkt bílastæði að austanverðu.
Eignin er nýleg, húsið byggt árið 2012 til 2013 og eignin innréttuð árið 2014 til 2015.
Eignin stendur vel, stutt í miðbæinn og aðkomu Herjólfs.