Strandvegur 63, VestmannaeyjumSamkvæmt fasteignaskrá er eignin undir einu fastanúmeri, byggð árið 1986 og er steypt á tveimur hæðum, hvor hæð skráð 107 fm, heildarstærð 214 fm, skráð notkun er skrifstofa. Eignin skipist svo
Fyrsta hæðGengið er inní stigagang þar sem stigi er upp á efri hæð og svo hurð inní skrifstofu á fyrstu hæð. Á Stigagangi er brunaslanga og brunakerfi. Geymsla er undir tröppum og þar eru inntök fyrir vatn og rafmagn, rafmagnstafla og varmaskiptir.
Á fyrstu hæð eru í dag skrifstofa TM og skiptist neðri hæð svo:
Salur/skrifstofurými með teppum á gólfi
Fundarherbergi, stúkað af með glervegg
Kaffistofa/eldhúskrókur, flísar á gólfi
Salerni með flísum
Geymslur
Önnur hæðGengið er upp steyptan stiga í stigahúsi uppá aðra hæð.
Engin starfsemi er þar en hæðin hefur verið notuð sem skrifstofa og skiptist svo:
Salur með parketi á gólfi
Herbergi/skrifstofa með parketi
Herbergi/fundarherbergi með parketi
Eldhúskrókur með parketi á gólfi
Salerni með parketi
Geymsla, teppi á gólfi
Lóðin er leigulóð og er lóðarstærð 562 fm, góð bílastæði eru á lóð, kvöð að hluta. Samkvæmt skipulagi fylgir byggingarréttur fyrir tveggja hæða húsi til austurs 134 fm fyrir hvora hæð.
Eignin er steypt og klædd steniklæðningu og ál er á þaki. Álgluggar.