Strandvegur 30 (Vigtarhús) íbúð á 4. hæð í suðvestur Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð í nýju fjöleignarhúsi sem byggt er á grunni “Vigtarhússins” við smábátabryggjuna og miðbæ Vestmannaeyja. Íbúðin er skv. fasteignaskrá 95,5 fm þar af er sérgeymsla í kjallara 7,1 fm. Góðar svalir í suður og vestur eru 29,6 fm og klæddar sérstyrktu gleri. Eignin skiptist svo:
Anddyri/hol með parketi,
Baðherbergi með flísum í hólf og gólf, innrétting, upphengt WC, góð sturta.
Þvottahús er innaf baðherbergi, skápar, vaskur.
Herbergi (1) með parketi á gólfi og skáp
Herbergi (2) með parketi og góðum skápum
Eldhús með parketi á gólfi, hvít innrétting frá HTH, kvarts-borðplata.
Stofa/borðstofa með parketi á gólfi, hurð út á svalir í suððvestur, svalir 29,6 fm.
Mjög stórar 29,6 fm svalir fyrir suður og vesturhlið hússins sem bjóða uppá mikla möguleika, frábært útsýni.
Sérgeymsla í kjallara og hjólageymsla í sameign. Sér hitagrind í lagnarými á hverri hæð. Hiti er í gólfum.