Túngata 28, VestmannaeyjumVirðulegt og fallegt einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið er steinsteypt og er byggt árið 1978, heildarstærð er 241,9 fm þmt. bílskúr. Stór hornlóð, 822 fm.
Mögulegt að gera sér íbúð/leiguíbúð á jarðhæð, með sérinngangiHúsið skiptist þannig:
Efri hæð, skv. fasteignaskrá 121,6 fm:Inngangur frá norðri, útidyrahurð úr harðviði. Flísalagt anddyri. Stofa og borðstofa, hækkað loft. Gott harðparket á gólfum ca. 7 ára gamalt. Eldhús með ca. 7 ára gamalli innréttingu frá E.P. Innréttingum, . Borðkrókur, flísar á gólfi í eldhúsi.
Þvottahús innaf eldhúsi, inngangur til austurs. Þar er bislag framan við útidyrahurð sem er úr harðviði.
Á hæðinni er stórt sjónvarpshol, parket. Hægt að gera 1-2 herbergi úr því. Hjónaherbergi (1) með skápum, parket á gólfum. Barnaherbergi (2) með skápum, parkett á gólfi.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu.
Á jarðhæð er íbúðarrými skv. fasteignaskrá 84,4 fm. . Góður bogadreginn stálstigi á milli hæða. Hol með parketi. Rúmgott herbergi (3) með parketti. Hol með skápum nýtist t.d. sem skrifstofuaðstaða. Herbergi (4) meðal að stærð með parketi. Gott herbergi (5) með parketi.
Skápar á gangi fyrir herbergin.
Baðherbergi með sturtuklefa, flísar á gólfi. Lagnagrind og varmaskiptir.
Á jarðhæð er rúmgóður bílskúr, 35,9 fm. að stærð. Ný bílskúrshurð með sjálfvirkum opnara. Hiti, rafmagn og vatn í bílskúrnum. Verið að steypa í gólfin og skilast þannig. Góðir gluggar.
Húsið er almennt í mjög góðu ásigkomulagi. Það er upphafleg einangrað að innan og múrað en hefur verið flísalagt og einangrað því til viðbótar að utan. Gluggar eru upprunalegir en úr harðviði og eru í góðu ásigkomulagi. Gler almennt í góðu lagi en þarfnast endurnýjunar í hjónaherbergi. Járn á þaki ekki endurnýjað nýlega en í góðu lagi. Þakkassi hefur verið endurnýjaður. Raflagnir hafa verið endurnýjaðar.
Stór garður er við húsið. Til norðurs er lóðin malbikuð og steypt og stórt plan til vesturs við húsið.
Til suðurs er stór viðarpallur með góðum heitum potti, á upphækkun.
Gott útsýni frá húsinu sem stendur fallega á góðri lóð.