Norðursund 5 (Skvísusund - Leokró), VestmannaeyjumGeymslu/iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum sem er skv. fasteignaskrá 358,7 skráð sem vörugeymsla/veiðarfærageymsla. Húsið er á tveimur hæðum, útveggir steyptir en timburgólf á milli hæða, eignin er skráð byggð árið 1930. Eignin skiptist svo:
Neðri hæð (c.a. 180 fm, 211 fm utanmál)Aðalinngangur að norðanverður frá “Skvísusundi”, göngudyr og ný bílskúrshurð
Stórt rými/salur c.a. 60 fm, stigi uppá efri hæð
Baðherbergi, nýlega endurnýjað, upphengt WC og walk in sturta, flísar á gólfi og fibo-trespo á veggjum, gert ráð fyrir að hægt sé að framlengja lagnir á efri hæð.
Geymsla/vinnuherbergi, þar er ný hitagrind/varmaskiptir og rafmagnstafla.
Rými/salur (2) c.a. 50-60 fm
Kælir/geymsla c.a. 25 fm
Geymsla Efri hæð (c.a. 180 fm, að hluta undir súð, gólfflötur um 200 fm)Sér inngangur að sunnanverðu (stiga vantar að hurð)
Stór salur (að hluta undir súð) c.a. 90-100 fm
Salur/geymslurými c.a. 45 fm
Salur/geymslurými c.a. 35 fm
Eigning stendur nálægt miðbæ Vestmannaeyja og býður uppá mikla möguleika m.a. má vera íbúðarrými á efri hæð skv. skipulagi. Alocink á þaki. Gluggar og hurðar á efri hæð þarfnast endurbóta. Steypt gólf á neðri hæð eru hallandi að Skvísusundi. Bílskúrshurð á neðri hæð er ný.