Áshamar 75, 3. hæð F (vesturendi) Um er að ræða fjögurra herbergja (þrjú svefnherbergi) endaíbúð (vesturendi) á þriðju hæð í fjöleignarhúsi, Íbúðin er skv. fasteignaskrá 92,6 fm og sérgeymsla á jarðhæð er 7 fm, samtals er sérnotaflötur íbúðar því 99,6, allt auk sameignar og svala en svalir eru lokaðar og flötur þar um 13 fm, heildarfermetrar eru því um 112 fm.
Eignin skiptist svo:
Anddyri með flísum, góðir skápar Hol með parketi, hátt til lofts og loftagluggar sem hleypa mikilli birtu í rýmið Baðherbergi með flísum á gólfi, sturta í baðkari, innrétting undir vaski, upphengt wc, nýr klósetkassi, tengi fyrir þvottavél inni á baðherbergi. Herbergi (1) með parketi á gólfi og góðum skápum, hurð út á yfirbyggðar svalir Herbergi (2) með parketi á gólfi og skáp Eldhús með flísum á gólfi, viðarinnrétting, nýlegur gluggi í eldhúsi til austurs. Stofa/borðstofa með parketi á gólfi. Útgangur úr stofu út á yfirbyggðar svalir. Herbergi (3) með parketi á gólfi, góður skápur, gluggi í norður, gott útsýni.
Það lausafé sem er í eigninni þmt. ísskápur, uppvöskunarvél, rúm, borð, ljós, skenkur og stólar getur fylgt með í sölu eignar skv. samkomulagi.
Sérgeymsla er í kjallara og sameignarrými og hjólageymsla í sameign á jarðhæð.
Þak fjöleignarhússins þarfnast yfirferðar/endurbóta og stendur til hjá húsfélaginu að fara í lagfæringar á því og er til fjármagn uppí þær framkvæmdir. Þá stendur til að yfirfara stigagang m.a. að mála hann. Þetta yrði gert á vegum húsfélagsins.