Einbýlishús á einni hæð (tveimur pöllum) 128,3 fm og bílskúr 28,9 fm, samtals 157,2 fm. Húsið er steypt og byggt árið 1975 og skiptist svo:
Aðalinngangur að vestanverðu Anddyri með flísum á gólfi Geymsla við hol/anddyri Hol með parketi, gengið upp tröppur í herbergisálmu, innangengt í bílskúr Herbergi (1) parket á gólfi, skápur. Baðherbergi með flísum á gólfi baðkar og sturta, innrétting Herbergi (2) parket á gólfi, góðir skápar Herbergi (3) parket á gólfi Eldhús með viðarinnréttingu, nýleg eldavél/spanhelluborð, flísar á gólfi, búr innaf eldhúsi Gengið niður tröppur Stofa/sjónvarpshol, parket á gólfi, parket þarfnast endurnýjunar Útgangur úr stofu út á góðan pall í vestur, fallegt útsýni yfir Smáeyjar.
Bílskúr með hita, rafmagni og vatni, sjálfvirkur bílskúrshurðaropnari. Malbikað plan framan við bílskúr. Geymslurými yfir austurenda bílskúrs. Rafmagnstafla og nýleg hitagrind og varmaskiptir í bílskúr. Hurð út á baklóð í austur.
Húsið er í ágætu ástandi að utan, nýlegt gler að mestu, járn á þaki þarfnast yfirferðar að hluta. Góður afgirtur garður framan og aftan við húsið og góður pallur í vestur. Ljósleiðari kominn að húsinu.