Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á jarðhæð í fjöleignarhúsi, Íbúðin er skv. Fasteignaskrá 84,2 fm og sérgeymsla á jarðhæð er 7 fm, íbúð því skráð 91,2 fm og bílskúr 27,6 fm, samtals er sérnotaflötur því 118,8 fm, allt auk sameignar. Eignin skiptist svo:
Anddyri með flísum, sérinngangur á jarðhæð Hol með parketi Baðherbergi með dúk á gólfi, baðkar með sturtu, tengi fyrir þvottavél, ný innrétting og ný vaskur með skáp undir Herbergi (1) með dúk á gólfi og fataskápum, útgangur út á baklóð Herbergi (2) með parketi á gólfi og fataskáp Stofa/borðstofa með parketi, mögulegt að gera herbergi 3 í enda stofu. Útgangur úr stofu út á baklóð í vestur með útsýni inn í Herjólfsdal, hægt að gera pall. Eldhús með parketi á gólfi, hvít innrétting
Bílskúr er steyptur og með rafmagni en hrár og hurð er gömul. Bílskúr er byggður árið 1986, annar að austanverðu (rauð hurð).
Sérgeymsla er í kjallara og góðar geymslur í sameign á jarðhæð. Steypt bílastæði og malbikuð bílastæði framan og sunnan við húsið.
Eignin er snyrtileg, staðsett á jarðhæð með sér inngangi og mögulegt að gera pall í vestur. Gler þarfnast endurnýjunar. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á húsinu að utan og verða þær á vegum húsfélags.