Ásavegur 7, hæð og ris
Samkvæmt upplýsingum úr fasteignamati er um að ræða 147,9 fm íbúð í steyptu tvíbýlishúsi og 29 fm bílskúr, samtals 176,9 fm. Húsið er byggt árið 1958 og bílskúrinn árið 1986. Eignin skiptist svo:
Inngangur að austanverðu við bílaplan og bílskúr
Anddyri við inngang með nýjum flísum á gólfi
Geymsla með nýjum flísum, bakdyraútgangur
Stigi uppá aðra hæð með flísum
Gangur/hol með nýjum flísum, uppgangur uppá geymsluloft, þar er rafmagnstafla/greinatafla
Herbergi (1) með nýju parketi
Baðherbergi nýlega tekið í gegn, með flísum á gólfi og veggjum að hluta, innrétting, sturtuklefi, upphengt wc, handklæðaofn, tengi fyrir þvottavél.
Herbergi (2) með nýjuu parketi á gólfi, eldri skápar
Herbergi (3) með nýju parketi á gólfi
Eldhús með nýjum flísum á gólfi, hvít yfirfarin innrétting, nýjar borðplötur
Stofa með nýju parketi, við stofu er lítil sólstofa með nýjum flísum
Bilskúr er skv. fasteignaskrá 29 fm, steyptur, óeinangraður, án hita og vatns, en með rafmagni. Bílskúrshurð léleg og þak þarfnast viðhalds. Bílaplan framan við bílskúr fylgir eigninni.
Kjallari í sameign, inngangur að norðanverðu, þar er geymsla, inntak fyrir vatn og hitagrind, skipt grind fyrir efri og neðri hæð.
Innbú fylgir með í sölu, m.a: uppvöskunarvél, þvottavél, ísskápur/frystir, borð og stólar, sófasett, 65" Philips smart sjónvarp, rúm í herbergjum.
Söluverð er kr. 40.000.000 með innbúi
Góð gróin lóð að norðanverðu.