Áshamar 97, Vestmannaeyjar
53.500.000 Kr.
Raðhús
herb.
150 m2
53.500.000
Stofur
Herbergi
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
Byggingaár
2021
Brunabótamat
0
Fasteignamat
5.070.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Áshamar 97

Glæsileg ný raðhús í Áshamri.  Afhending áætluð fyrir lok árs 2021.  Hús þetta er annað hús frá suðri.

Skilalýsing fyrir Áshamar 95-103
Vestmannaeyjum
 
BYGGINGARAÐILI
SA Smíðar ehf.  er byggingaraðili húsanna. SA Smíðar eru í eigu Svans Tómassonar húsasmiðs sem hefur áralanga reynslu af framkvæmdum fyrir fyrirtæki og einstaklinga ásamt því að byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði á eigin vegum.Og Arons Inga Svanssonar sem er að nema húsasmíðar.
Fyrirtækið leggur áherslu á vandaðar íbúðir, góða þjónustu og skil íbúða á réttum tíma. Stefna fyrirtækisins er að leitast við að eiga gott og náið samstarf við kaupendur.
Eigendur Félagssins mun nú sem áður kappkosta að skila góðu og vönduðu verki til viðskiptavina sinna og ábyrgist traust, gæði og áreiðanleika í viðskiptum.

HÖNNUN

Aðalhönnuður hússins er teiknistofan Pro-ark ehf. Eigandi Kjartan Sirgurbjartsson og hefur teiknistofa hans mikla og langa reynslu af hönnun íbúðarbygginga og hefur á liðnum árum verið þekkt fyrir framúrskarandi hönnun og arkitektúr.
Hönnuðir burðarvirkja og lagna er  Verkfræðistofan Meter ehf.

SÖKKLAR

Sökklar verða staðsteyptir og jánbentir samkvæmt teikningum
Einangrun á sökklum innverðum er 75mm / 24kg undir plötu er 100mm / 24kg einangrunarplast

LAGNIR

Skolp og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi bæjarins
Útikrani verður bakatil og ídráttarrör fyrir heitan pott.

RAFLAGNIR

Raflagnir verða fullbúnar samkvæmt teikningum, rakaheldir kúplar í eldhúsi og baði.
Útiljós verður að framanverðu og útitengill verður bakatil.

ÚTVEGGIR

Útveggir eru byggðir samkvæmt teikningu úr timbri 45 x145 mm. Grind er klædd að utan með 9mm krossviðs plötum til stýfingar og einangruð með 145mm steinull, að innan er rakavarnarlag og klætt með 1 x 12mm spónaplötum og þar yfir er 12,5 mm gifsplötum.

OPINBER GJÖLD

Seljandi greiðir inntaksgjöld fyrir rafmagn og hita .Ef  Húsin skilast öll á byggingarstigi 7 með lokaúttekt. Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á.
 

HÚSIÐ

Húsin eru að Áshamar 95-103 Vestmannaeyjum
Staðsetning er mjög fjölskylduvæn en húsin standa skammt frá Barnaskóla og Gólfvelli.
Þá er mjög stutt í leikskóla, og íþróttavallarsvæði eru í göngufæri.
Útveggir, klæddir með Cembrit/Eternit stone pane´s sbr. Teikningu sem tryggir lágmarks viðhald hússins.
Allir gluggar verða glerjaðir með K-gleri og útihurð með þriggja punkta læsingu. Þak hússins verður með kraft sperrum á hefðbundinn hátt og einangrað. Aluzink verður á þaki.
Leitast verður eftir með sérfræðingum að veggir milli húsa verði hannaðir þannig að ýtrustu hljóðkröfur náist.
Sjá einnig tölvumyndir, varðandi útlit og frágang.

FRÁGANGUR ÍBÚÐA

Íbúðirnar eru byggðar í samræmi við gildandi byggingarreglugerð.
Íbúðir skilast fullbúnar, en án gólfefna. 
Gólf á baðherbergjum verða flísalögð með 30*60 nat/ret flísum frá Múrbúðinnieða sambærilegu. 
Útveggir verða einangraðir og klæddir að utan, sandsparslaðir og málaðir að innan. Allir veggir og loft innan íbúða verða sandsparslaðir og málaðir í ljósum lit, innveggir verða klæddir með spóna og gipsplötum, sparslaðir og málaðir í ljósum lit.
Innréttingar og fataskápur í hjónaherbergi (ca 240 cm) verða hvítsprautaðir og með rennihurðum.
Innihurðir verða ca. 200 cm á hæð, einnig sprautulakkaðar með sama efni og innréttingar.                    Í andyri verður verður fataskápur (ca 90 cm).
Pípulagnakerfi hússins verður Gólfhita kerfi sem lagt er í plötu fyrir steypu og viðurkent stýrikerfi.
Vatnslögn verður rör í rör lagt í plötu.
Loftræsting verður í rýmum þar sem við á en annars er um nátturulega loftræstingu að ræða (opnanleg fög).
Í baðherbergjum og eldhúsi verða rakaheldir ljósakúplar en annars afhendast íbúðir með ljósastæðum (án kúpla).
Slökkvitæki, reykskynjari og læsanlegur lyfjaskápur fylgir hverri íbúð. Dyrabjalla verður í öllum íbúðum.

FRÁGANGUR ELDHÚSA

Hönnun gerir ráð fyrir innréttingum þar sem lögð er áhersla á að haga skipulagi eldhúsa á sem bestan hátt með nútíma hönnun og þarfir í huga.
Innréttingar verða sprautulakkaðar  hvítar,  frágangur sbr. myndir að neðan. Borðplötur verða plastlagðar. Innréttingar skulu vera í samræmi við sérteikningar og arkítektateikningar. Þar sem misræmi er á milli þeirra tveggja teikninga, skulu sérteikningar gilda.
 
 

ELDHÚSTÆKI

Eldhús skilast með 70421059 KULINARISK ofn með sjálfhreinsibúnaði ryðfrítt stál eða sambærileg. Í öllum íbúðum verður 40303934 OTROLIG spanhelluborð með snertitökkum eða sambærileg. Íbúðir verða með undirofnum. Vifta af gerðinni 70389139 UNDERVERK innbyggð vifta ryðfrítt stál. Uppþvottavél 30331937 HYGIENISK innbyggð. 00366056 KÖLDGRADER innbyggður kælir/frystir A++ hvítt 213/60 . 60315163 NORRSJÖN vaskur, einfaldur ryðfrítt stál 54x44 cm.

FRÁGANGUR BAÐHERBERGJA OG ÞVOTTAHÚSA

Baðherbergi og þvottahús eru í öllum íbúðum. Salerni verða upphengd og með innbyggðum vatnskassa í vegg af gerðinni Tece eða sambærileg hæglokandi WC seta. Í öllum íbúðum verður rúmgóð sturta með flísalögðum botni í gólfi og sturtugleri. Baðherbergisgólf verða flísalögð með  30*60 nat/ret flísum eða sambærileg frá Múrbúðinni, og 2 veggir sem koma að sturtu verða  flísalagðir með  30x60 eða sambærileg flísum. Aðrir veggir á baðherberginu og þvottahúsi verða málaðir í hvítum lit.

Loftræsting (útsog.)

Baðinnréttingar verða sprautulakkaðar hvítar og borðplötur plastlagðar. Ofan við vask verður spegill og innrétting samkvæmt sérteikningu. Hreinlætistæki verða af gerðinni Damixa eða sambærileg. Öll blöndunartæki verða hitastýrð “einnar handar”.
Í þvotthúsi verður lagt fyrir þvottavél og þurrkara í glæsilegri innréttingu ásamt því að vera með skolvask í borði.  Loftræsting er útsog.
GEYMSLA
Lagna inntök verða í geymslu. Geymsla er sameiginleg með Bílageymslu.

LÓÐ

Húsinu verður skilað fullbúnu og með vönduðum frágangi að utan. Lóð í kringum húsið verður grófjöfnuð og bílastæði með möl í plani.
Á milli húsa bakatil kemur veggur til aðgreiningar c.a 1,80 á hæð og 1,20 á breidd.

ANNAÐ

Vísað er til hönnunargagna (m.a. byggingarnefndarteikninga) varðanda nákvæmar útfærslur á atriðum sem ekki koma fram í skilalýsingunni. Almennt miðast skil hússins við vandaðan frágang og viðurkennd skil á nýju íbúðarhúsnæði.
 Íbúðirnar verða  afhentar með parket á gólfum.Og flísum þar sem það á við.
 Lóðirnar verða sléttaðar í rétta hæð og tyrfðar og plan steyft og gengið frá skjólvegg fyrir ruslatunnu.
(Hægt að fá afhent með palli vestanmegin við húsin,samkomulag)


Tilbúin innan sem utan.
Tilbúin eign innan sem utan með tyrðri lóð og steyftu plani og frágengið ruslatunnuskýli.
 

 Verð millihús: 53.500.000

Senda fyrirspurn vegna

Áshamar 97

CAPTCHA code


Helgi Bragason
Lögmaður, MBA og löggiltur fasteignasal