Ris í þríbýlishúsi auk sameignar í kjallara.. Íbúðin er skv. fasteignaskrá 89,1 fm og sameign í kjallara 13,4 fm. Húsið er steypt og upphaflega byggt árið 1957 en íbúðin talsvert endurnýjuð á síðustu árum og húsinu viðhaldið að utan.
Eignin skiptist svo:
Inngangur úr porti að sunnanverðu, sameiginlegur inngangur fyrir tvær íbúðir og sameiginlegt stigahús Hol/anddyri með parketi Herbergi (1) með parketi á gólfi, góðir eldri skápar Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkar, upphengt WC, handklæðaofn, tengi fyrir þvottavél Eldhús með parketi á gólfi og yfirfarinni innréttingu Stofa/borðstofa með parketi á gólfi, geymsluhorn innaf borðstofu Herbergi (2) með parketi Kjallari í sameignog gengið niður í hann við hlið inngangs í húsið, þar er rafmagnsinntak og mælar, hitagrind og mælar og hitakútur. Rafmagn er aðskilið og vatn er á sama mæli og greitt í gegnum húsfélag.
Eignin var máluð og múrviðgerð sumarið 2020, plastgluggar settir í alla íbúðina c.a. 2015, þak málað og yfirfarið 2018.