Búhamar 900 Vestmanneyjar

  • {{img.alt}} Búhamar  900 Vestmanneyjar
    Opið hús 01.01.0001 00:00 - 00:00
    {{img.description}}

SALE

Verð: 47.000.000 

Sala
47.000.000 
Einbýli
188 fm
6
Herbergi
5 Svefnherbergi
1 Stofur
2 Baðherbergi
Fjöldi hæða 1
Byggingarár 1980
Inngangur -
Bílskúr Já ( 54 fm )
Lyfta Nei
Fasteignamat 36.200.000 
Brunabótamat 56.450.000 

Fasteignasala Vestmannaeyja kynnir: Búhamar 64, Vestmannaeyjum.

Um er að ræða einbýlishús af timbri auk bílskúrs.  Húsið og bílskúrinn er klætt með áli og alocink er á þaki.  Samkvæmt fasteignaskrá er húsið 134,2 fm og bílskúrinn 54 fm, samtals 188,2 fm. Húsið er byggt árið 1980.

Eignin skiptist svo: 
Anddyri með flísum á gólfi
Salerni með flísum
Þvottarhús með steingólfi, hillur, útgangur úr þvottarhúsi út á baklóð
Vinnuherbergi/vinnustofa með parketi á gólfi, gott herbergi (1) um 16-18 fm
Búr/geymsla, innangengt í bílskúr
Bílskúr, þar er hitagrind, heitt og kalt vatn og rafmagn lagt í bílskúr, sjálfvirkur opnari, geymsluloft yfir stærstum hluta
hússins, stigi í lúgu úr bílskúr.
Hol með flísum, gengið úr anddyri inní holið
Eldhús með flísum á gólfi, góð innrétting, massiv hnota, innbyggður ísskápur og uppvöskunarvél, spanhelluborð.
Stofa/borðstofa með teppi á gólfi, kappalýsing allan hringinn.
Góð verönd í vestur, gengið út á hana úr holi, veröndin er afgirt og flísalögð
Sjónvarpshol með flísum á gólfi
Herbergi (2), parket á gólfum og skápar, mögulegt að taka millivegg í herbergi við hliðina
Herbergi (3), parket á gólfi og skápar
Herbergi (4), dúkur á gólfi
Baðherbergi nýlega endurnýjað með flísum í hólf og gólf, innrétting, upphengt wc, sturta, hiti í gólfi
Herbergi (5), parket, góðir skápar
 
Eignin er öll hin snyrtilegasta, vel skipulögð.  Góð staðsetning í botnlanga.  Góð gróin og vel afgirt lóð við húsið.  Skipt
var um eldhúsinnréttingu, gler, járn á þaki og þakkassa árið 2002 og gluggar yfirfarnir skipt út að hluta í kringum árið
2014.
  Baðherbergi endurnýjað árið 2018.

{{type.name}}

{{type.distance | portalLocalityDistance}} , {{type.travelTime}}

Götusýn er ekki í boði á þessum stað