Fasteignasala Vestmannaeyja
, 900 Vestmanneyjar
 • Verð: 42.000.000   
 • Verð á fm: 206.897   
 • Stærð: 203 m2  
 • Tegund: Einbýli  
 • Samtals Herbergi: 8  
 • Baðherbergi: 2  
 • Stofur: 2  
 • Svefnherbergi: 6  
 •  
 •  
 •  
 •  
 • Helgi Bragason
 • Fasteignasala Vestmannaeyja
 • Sími : 893-1068
 • Skrifstofa :
 • Netfang :

Illugagata 3

Samkvæmt fasteignaskrá er um að ræða einbýlishús (tvær íbúðir í húsinu í dag en skráð sem ein eign) á þremur hæðum, kjallari, hæð og ris ásamt c.a. 35 fm bílskúr.  Húsið er byggt 1953 en mikið endurnýjað á síðustu árum.  Samkvæmt fasteignamati er það 180 fm en gólfflötur er um 210 fm, bílskúrinn er byggður 1963 en stækkaður seinna.Samtals er íbúð og bílskúr því um 245 fm.Íbúðin skiptist svo:

Hæð (85,8 fm) aðalinngangur, anddyri með flísum, herbergi við anddyri með nýju harðparketi, hol með nýlegu parketi, nýtt baðherbergi með flísum í hólf og golf, hiti í gólfi, sturta, innrétting, upphengt WC, handklæðaofn og tengi fyrir þvottavél, herbergi/sjónvarpshol (1) með nýju parketi á gólfi, stofa með nýju parketi á gólfi, eldhús með parketi á gólfi og nýrri innréttingu, nýjar borðplötur, hurð úr eldhúsi niður í kjallara og að bakútgangi.  Nýtt teppi á stiga í ris.

Ris (skv. fasteignamati er það 27,6 fm en gólfflötur er í raun um 60 fm), þar er gott herbergi (2) með nýlegu parketi á gólfi, góðir skápar og geymslur undir súð, herbergi (3) með parketi á gólfi, allt panelklætt, ljós í köppum, mjög gott útsýni í vestur og norður, herbergi (4) með flísum, góðar geymslur.

Kjallaraíbúð, innangengt í góða 70 fm kjallaraíbúð sem er í útleigu í dag.  Íbúðin skiptist svo:

Sér inngangur, anddyri með flísum, hol með nýju parketi, stofa með parketi, herbergi með parketi, herbergi með parketi og skápum, baðherbergi með flísaplötum í hólf og gólf og baðkar með sturtu í, geymsla undir tröppum.

Bílskúr er skv. fasteignamati 21,8 fm en er í raun um 35 fm, með góðri gryfju, rafmagni, sjálfvirkum opnara, heitu og köldu vatni, nýlegt hitakerfi fyrir allt húsið er í bílskúr, það er tvískipt fyrir efri og neðri hæð.  Nýtt þak á bílskúr.  Ný bílskúrshurð, sjálfvirkur opnari.

Góð gróin lóð og þrír nýlegir pallar, einn fyrir framan hús og tveir fyrir aftan, nýleg grindverk og lóðin orðin mjög barnvæn.  Húsið hefur verið tekið mikið í gegn á síðustu árum m.a. nýlegar innihurðar, nýlegir ofnar, ný gólfefni að hluta, nýtt eldhús, nýtt baðherbergi og hitakerfi, mahogny gluggar nýlegir í kjallara.  Nýtt gler á allri miðhæðinni.  Klæðning á húsi og járn á þaki undir kvistum þarfnast yfirferðar.